Lykilorð Restart
Rocky V 1990
呪怨 2002
봄 여름 가을 겨울 그리고 봄 2003
Cassandra's Dream 2007
Johnny Handsome 1989
Leaves of Grass 2009
10 Items or Less 2006
Þessi mynd segir frá Hollywood stjörnu sem hefur séð sinn fífil fegurri. Stjarnan er leikin af stórleikaranum Morgan Freeman en síðastliðin fjögur ár hefur persóna Freemans ekki fengið eitt einasta bitastætt hlutverk, hvað þá að hafa verið í einhverri mynd sem borgar vel. Hann er kominn með mikla minnimáttarkennd og hefur neyðst til að velta fyrir sér hlutverki í lítill sjálfstæðri mynd sem mun gefa lítið í aðra hönd. Hann lendir í því að bílstjórinn hans yfirgefur hann í matvöruverslun þar sem hann er staddur til að rannsaka umhverfi persónu sinnar í næstu mynd. Þegar bílstjórinn hverfur veit hann ekki alveg til hvaða bragðs hann á að taka en lendir á spjalli við stúlkuna á kassanum. Hann neyðist til að treysta á ókunnuga en þá gerist hið óvænta, þau verða vinir og eitthvað fer að breytast innra með honum. Einstaklega hugljúf og mannleg mynd.