Maze Runner: The Scorch Trials 2015
Sagan er eins og flestir vita byggð á bókum rithöfundarins James Dashner um Thomas sem vaknaði einn daginn algjörlega minnislaus um fortíð sína og var ásamt hóp af öðrum minnislausum strákum staddur í miðju einhvers konar völundarhúss sem engin leið virtist út úr nema bíða um leið bana. Í þessum öðrum kafla sögunnar heldur ævintýrið áfram og snýst um að finna út úr því hverjir standa á bak við völundarhúsið og bæði tilgang þess og þeirra. Eftir að hafa sloppið úr völundarhúsinu standa þau Thomas og félagar frammi fyrir nýjum áskorunum þegar þau þurfa að komast að því hvað vakir fyrir leiðtogum WCKD um leið og þau verða að sigrast á eyðilandinu „The Scorch“ þar sem hver ógnin á fætur annarri bíður þeirra.